ÞJÓNUSTA.

Endurskoðendaþjónstan ehf veitir þjónustu fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum á eftirfarandi sviðum.

Reikningshald og reikningaskil:

Í því felst bókhaldsþjónusta, aðstoð við útreikning launa, gerð skilagreina vegna virðisaukaskatts og ýmis önnur þjónusta sem hentar í hverju tilfelli.

Gerð ársreiknings og aðstoð og ráðgjöf er snýr að reikningshaldi.

Endurskoðun og tengd þjónusta:

Í því felst endurskoðun og könnun reikningsskila, aðstoð og ráðgjöf varðandi uppbyggingu og virkni innra eftirlits, staðfestingu ýmissa fjárhagsupplýsinga og fleira, fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök, lífeyrissjóði og aðra. Þannig er þjónustan sniðin að hverjum og einum og getur hentað fyrir smáa og stóra aðila. Félagið hefur, í samstarfi við Íslenska endurskoðendur ehf, aðgang að stórum hópi endurskoðenda og annarra sérfræðinga á ýmsum sviðum.

Skattaráðgjöf:

Í því felst skattframtalsgerð, alhliða skattaráðgjöf fyrir félög og einstaklinga, ráðgjöf um rekstrarform og aðstoð vegna ágreiningsmála við skattayfirvöld. Erum í samstarfi við sérhæfða lögmenn á sviði skattamála.

Önnur þjónusta og ráðgjöf:

Í því felst aðstoð við stofnun félaga, gerð viðskipta- og fjárhagsáætlana, ráðgjöf á sviði erfðamála o.fl.

Back to Top